Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City eru ekki sáttir við Lee Carsley tímabundinn landsliðsþjálfara Englands.
Carsely valdi Phil Foden í landsliðshópinn sem mætir Írlandi á útivelli og Finnlandi á heimavelli í Þjóðadeildinni á næstu dögum þrátt fyrir að hann hafi misst af síðustu tveimur leikjum City vegna veikinda.
The Sun greinir frá að City vilji að Foden fái tíma til að ná sér af fullu, í stað þess að fara beint í landsleiki. Hefur félagið því biðlað til þjálfarans að kalla inn leikmann í staðinn fyrir Foden.
Carsley var ráðinn tímabundið í starf landsliðsþjálfara eftir að Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að liðið endaði í öðru sæti á EM í sumar.