Vill að ten Hag skipti um fyrirliða

Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United.
Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United. AFP/Darren Staples

Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United á að skipta um fyrirliða, að mati Alan Pardew, sem hefur m.a. stýrt Newcastle, West Ham, Crystal Palace og Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er erfitt að vera með fyrirliða sem er svona tæknilega góður og verst ekki nægilega mikið. Hvernig á hann að leiða lið áfram ef hann verst ekki? Það er mjög erfitt.

Ég held hann ofhugsi hlutina of mikið og að bandið sé að aftra honum,“ sagði Pardew á Talksport.

„Hann þarf að hugsa um hvað vörnin er að gera og á sama tíma hvað kantmennirnir eru að gera. Hann ræður ekki alveg við það,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert