Nýliðarnir sleppa þrátt fyrir brot

Leicester City er nýliði í ensku úrvalsdeildinni á leliktíðinni.
Leicester City er nýliði í ensku úrvalsdeildinni á leliktíðinni. AFP/Darren Staples

Enska knattspyrnufélaginu Leicester City verður ekki refsað fyrir brot á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Leicester tapaði meira en þeim leyfilegu 105 milljónum punda sem félög deildarinnar mega vera í mínus yfir þriggja ára tímabil og var félagið því kært.

Þar sem Leicester var í B-deildinni þegar enska úrvalsdeildin kærði félagið komst sjálfstæður dómstóll að því að deildin hafði ekki rétt til að refsa félaginu.

Nottingham Forest og Everton hlutu stigarefsingu á síðustu leiktíð en Leicester sleppur með skrekkinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert