Federico Chiesa, nýjasti leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er ekki í leikmannahóp ítalska landsliðsins fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Ísrael í A-deild Þjóðadeildarinnar í september.
Þetta tilkynnti Luciano Spalletti, þjálfari ítalska landsliðsins, í samtali við Football Italia, en Chiesa, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool á dögunum.
Ítalski sóknarmaðurinn hefur verið fastamaður í ítalska landsliðinu undanfarin ár og á að baki 51 A-landsleik þar sem hann hefur skorað sjö mörk.
„Ég ræddi við Chiesa áður en ég valdi hópinn og ég ætlaði að velja hann í komandi landsliðsverkefni,“ sagi Spalletti.
„Ég vildi hafa hann í kringum hópinn en hann tók ákvörðun, í samráði við sitt félag, að það væri best fyrir að hann að taka ekki þátt í komandi verkefnum,“ bætti Spalletti við.