Brasilíski knattspyrnumaðurinn Casemiro gæti verið á förum frá enska úrvaldeildarfélaginu Manchester United.
Það er ESPN sem greinir frá þessu en Casemiro, sem er 32 ára gamall, átti ekki sinn besta dag gegn Liverpool í stórleik 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.
Casemiro var tekinn af velli í hálfleik gegn Liverpool, eftir að hafa kostað liðið tvö mörk, en hann gekk til liðs við United frá Real Madrid í ágúst árið 2022.
ESPN greinir frá því að tyrkneska stórliðið Galatasaray hafi mikinn áhuga á leikmanninum en félagaskiptaglugganum í Tyrklandi verður lokað þann 13. september.
United keypti Úrúgvæann Manuel Ugarte af París SG á dögunum og Casemiro er því frjálst að yfirgefa félagið fyrir uppsett verð.