Útskýrir af hverju hann hafnaði Liverpool

Landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente og Martin Zubimendi á EM …
Landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente og Martin Zubimendi á EM í sumar. AFP/Kirill Kudryavtsev

Spænski knattspyrnumaðurinn Martin Zubimendi hefur útskýrt af hverju hann hafnaði því að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool í sumar.

Það virtist allt stefna í það að Zubimendi, sem er 25 ára gamall, varð meðal annars Evrópumeistari með Spánverjum í sumar og er samningsbundinn Real Sociedad í heimalandinu.

Forráðamenn Liverpool reyndu allt hvað þeir gátu að sannfæra hann um að ganga til liðs við félagið en allt kom fyrir ekki.

„Ég er sá sem ég er í dag, þökk sé Real Sociedad,“ sagði Zubimendi í samtali við Marca þegar hann var spurður út í áhuga Liverpool.

„Fyrir mér er Real Sociedad hluti af mér. Ég er búinn að vera hjá félaginu stærstan hluta ævi minnar og þetta félag er og verður alltaf risastór hluti af mér,“ bætti Zubimendi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert