Ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá United

Casemiro.
Casemiro. AFP/Jacob Kupferman

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Casemiro er ekki á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Mancehster United.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Casemiro, sem er 32 ára gamall, ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu.

Úrúgvæinn Manuel Ugarte gekk til liðs við United í sumar frá París SG og er Casemiro því frjálst að yfirgefa félagið í sumar, ef einhver er tilbúinn að borga uppsett verð fyrir hann.

Casemiro átti ekki sinn besta dag í 3:0-tapinu gegn Liverpool um síðustu helgi og hefur meðal annars verið orðaður við félög í Tyrklandi, þar sem félagaskiptaglugganum verður lokað þann 13. september.

Brasilíski miðjumaðurinn gekk til liðs við United frá Real Madrid, í ágúst árið 2022, og á að baki 87 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 12 mörk og lagt upp önnur níu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert