Besti leikmaður Chelsea ekki í Evrópuhópnum

Cole Palmer.
Cole Palmer. AFP/Justin Tallis

Knattspyrnumaðurinn Cole Palmer er ekki í leikmannahóp Chelsea fyrir deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem hefst í næsta mánuði.

Palmer, sem er 22 ára gamall, skoraði 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var næstmarkahæstur á eftir Erling Haaland. Alls skoraði hann 27 mörk, í 48 leikjum í öllum keppnum, ásamt því að leggja upp 15 mörk til viðbótar.

Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á tímabilinu.

Football London greinir frá því að Palmer sé ekki í leikmannahópnum því Enzo Maresca, stjóri liðsins, vilji dreifa leikjaálaginu sem best yfir tímabilið.

Chelsea tekur þátt í fimm keppnum á tímabilinu en hægt er að gera þrjá breytingar á Evrópuhópnum síðar í vetur og því ekki útilokað að Palmer taki þátt í Sambandsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert