Knattspyrnustjórinn David Moyes gæti tekið við stjórnartaumunum hjá sínu fyrrverandi félagi Everton á nýjan leik.
Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Moyes, sem er 61 árs gamall, lét af störfum sem stjóri West Ham í sumar.
Skotinn stýrði Everton frá 2002 til ársins 2013 en lét þá af störfum til þess að taka við Manchester United þar sem hann entist aðeins níu mánuði í starfi á Old Trafford.
Moyes náði mjög góðum árangri með Everton en liðið hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu og situr sem stendur í botnssæti úrvalsdeildarinnar án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar.