Ítalinn sendur heim

Riccardo Calafiori meiddist á föstudaginn.
Riccardo Calafiori meiddist á föstudaginn. AFP/Franck Fife

Varnarmaðurinn Riccardo Calafiori, sem gekk í raðir Arsenal fyrr i sumar, verður ekki með Ítalíu gegn Ísrael í Þjóðadeild Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. 

Calafiori meiddist í sterkum sigri Ítala á Frakklandi, 3:1, í París síðasta föstudagskvöld. 

Meiðslin eru ekki talin vera alvarleg og í fyrstu var beðið með að senda Ítalann heim. 

Fabrizio Romano greinir nú frá því að hann hafi verið sendur heim og að sjúkrateymi Arsenal muni skoða meiðslin nánar. 

Riccardo Calafiori er varnarmaður í liði Arsenal.
Riccardo Calafiori er varnarmaður í liði Arsenal. AFP/Benjamin Cremel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka