Varnarmaðurinn Riccardo Calafiori, sem gekk í raðir Arsenal fyrr i sumar, verður ekki með Ítalíu gegn Ísrael í Þjóðadeild Evrópu í knattspyrnu annað kvöld.
Calafiori meiddist í sterkum sigri Ítala á Frakklandi, 3:1, í París síðasta föstudagskvöld.
Meiðslin eru ekki talin vera alvarleg og í fyrstu var beðið með að senda Ítalann heim.
Fabrizio Romano greinir nú frá því að hann hafi verið sendur heim og að sjúkrateymi Arsenal muni skoða meiðslin nánar.