Liverpool-maðurinn vill verða bestur í Evrópu

Jarell Quansah í leik með Liverpool á undirbúningstímabilinu í sumar.
Jarell Quansah í leik með Liverpool á undirbúningstímabilinu í sumar. AFP/Kamil Krzaczynski

Jarell Quansah, miðvörður Liverpool og U21-árs landsliðs Englands, bindur vonir við að verða einn besti varnarmaður Evrópu einn daginn.

Quansah kom sterkur inn í lið Liverpool á síðasta tímabili en hann er 21 árs gamall. Miðvörðurinn var tekinn af velli í hálfleik í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í síðasta mánuði.

Þá kom Ibrahima Konaté inn á fyrir hann og hefur haldið stöðunni við hlið fyrirliðans Virgil van Dijk síðan.

“Ég vil verða besti varnarmaður Evrópu einn daginn. Að mínu mati er ég að berjast um stöðuna við bestu miðverði heims hjá Liverpool.

Því tel ég að ég þurfi að verða einn besti miðvörður Evrópu ef ég á að komast í byrjunarliðið,” sagði Quansah hreinskilinn í samtali við Times.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert