Goðsögn Ipswich með krabbamein

George Burley stýrði og lék með Ipswich Town við góðan …
George Burley stýrði og lék með Ipswich Town við góðan orðstír. www.saintsfc.co.uk

George Burley, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Ipswich Town, gengst nú undir krabbameinsmeðferð.

Burley, sem er 68 ára gamall, lék með Ipswich á árunum 1973 til 1985 þar sem hann spilaði yfir 500 leiki. Hann þjálfaði svo liðið árin 1994 til 2002, en undir stjórn Burley hafnaði liðið til að mynda í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2002, þegar Hermann Hreiðarsson lék með liðinu.

„Þetta hefur hefur verið erfiður tími en ég lít núna bjartari augum til framtíðar. Ég get farið á leiki á Portman Road og nýt þess að sjá liðið aftur í ensku úrvalsdeildinni.

Við erum þakklát félaginu fyrir þann stuðning sem mér og fjölskyldu minni hefur verið sýndur og ég vildi biðja alla um að virða næði okkar á þessari stundu,“ sagði Burley í tilkynningu á heimasíðu Ipswich.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert