Áfall fyrir Liverpool

Virgil van Dijk og Harvey Elliott í leik með Liverpool …
Virgil van Dijk og Harvey Elliott í leik með Liverpool á síðasta tímabili. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Harvey Elliott, miðjumaður Liverpool, meiddist á fæti í verkefni með U21-árs landsliði Englands fyrir helgi og verður af þeim sökum frá um skeið.

Elliott braut bein í fæti og er reiknað með því að hann verði frá í fjórar til sex vikur af þeim sökum.

Hann er 21 árs og meiddist á æfingu með U21-árs liðinu og lék því ekkert með því í nýafstöðnum landsleikjaglugga.

Elliott hefur aðeins komið við sögu í einum af þremur leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert