Knattspyrnumaðurinn Enzo Fernández, leikmaður Chelsea og heimsmeistara Argentínu, hefur verið sviptur ökuréttindum sínum næsta hálfa árið vegna tveggja umferðarlagabrota.
Fernández vildi ekki gefa upp hver ók Porsche-bifreið sinni þegar hún fór yfir á rauðu ljósi í Wales í nóvember árið 2023 og ekki heldur við hraðakstur í desember sama ár.
Miðjumaðurinn mætti ekki fyrir rétt í Llanelli í Wales þar sem hann var í verkefni með argentínska landsliðinu á dögunum.
Fernández var þegar kominn með níu refsipunkta fyrir hraðakstur og missir því prófið næstu sex mánuði.