Mikið áfall fyrir Arsenal

Martin Ödegaard verður ekki með Arsenal á næstunni.
Martin Ödegaard verður ekki með Arsenal á næstunni. AFP/Benjamin Cremel

Knattspyrnumaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Noregi í vikunni.

Ödegaard meiddist á ökkla í 2:1-sigri Noregs á Austurríki í Þjóðadeild Evrópu á mánudagskvöld og haltraði af velli.

„Svona ökklameiðsli taka oftast að minnsta kosti þrjár vikur. Allt annað en það er bara bónus og svo getur þetta tekið lengri tíma.

Það sem við höfum fengið út úr myndatöku í Lundúnum er að það er að öllum líkindum ekkert brot í ökklanum.

Arsenal er nærri því fullvist um að það hafi ekkert brotnað en það gæti enn tekið smá tíma að fá það á hreint. Hafi hann brotnað erum við að tala um sex vikna fjarveru eða meira,“ sagði Ola Sand, læknir norska landsliðsins, í samtali við VG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert