Ronaldo með föst skot á ten Hag

Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo ræða málin.
Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo ræða málin. AFP/Adrian Dennis

Portúgalska stjarnan Cristiano Ronaldo er ekki sáttur við hugarfar Eriks ten Hag knattspyrnustjóra Manchester United. Ten Hag átti stóran þátt í að Ronaldo yfirgaf United í annað sinn í nóvember árið 2022.

Ten Hag hefur gefið það út á blaðamannafundum að United sé ekki í baráttunni um að verða Englandsmeistari og Ronaldo er ekki sáttur.

„Þegar þú ert stjóri United getur þú ekki sagt svona hluti. Þetta er Manchester United. Þú getur ekki gefist upp, þú verður að reyna,“ sagði Ronaldo við Five.

„Kannski getur Ruud van Nistelrooy hjálpað. Hann þekkir félagið. Rio Ferdinand, Roy Keane, Paul Scholes, Gary Neville og Sir Alex eru einnig til taks ef hann þarf ráð,“ bætti Ronaldo við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert