Fannst rauða spjaldið harður dómur

Joel Veltman í leiknum gegn Arsenal.
Joel Veltman í leiknum gegn Arsenal. AFP/Benjamin Cremel

Joel Veltman, varnarmaður Brighton & Hove Albion, segir að sér hafi þótt rauða spjaldið sem Declan Rice í liði Arsenal fékk í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um þarsíðustu helgi vera harður dómur.

Rice fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann sparkaði boltanum til hliðar er Veltman ætlaði að taka aukaspyrnu hratt, með þeim afleiðingum að Hollendingurinn sparkaði Englendinginn niður.

Sitt sýndist hverjum um ákvörðunina þar sem Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, furðaði sig til að mynda á henni en Rice viðurkenndi sjálfur eftir leik að hann hafi verðskuldað annað spjald fyrir að sparka boltanum burt.

Declan Rice í leik með Arsenal.
Declan Rice í leik með Arsenal. AFP/Benjamin Cremel

„Af hverju sparkaðirðu boltanum burt?

„Það eina sem ég get sagt um atvikið er að ég ætlaði mér ekki að sparka í hann. Hann sparkaði boltanum í burtu og þá sparkaði ég í hann. Mér fannst þetta ansi harður dómur.

Ef þið horfið á viðbrögð mín getið þið séð að ég fór ekki til dómarans og bað um annað gult spjald. Ég fór til hans og spurði: „Af hverju sparkaðirðu boltanum burt? Fyrirgefðu að ég sparkaði í þig.”

Mér fannst ummæli hans sjálfs eftir leik mögnuð. Þau komu mér mest á óvart, hvernig hann tjáði sig um atvikið í fjölmiðlum eftir leikinn,“ sagði Veltman í samtali við Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert