Fyrrverandi leikmaður Liverpool í fangelsi?

Djibril Cissé lék með Liverpool frá 2004 til ársins 2007.
Djibril Cissé lék með Liverpool frá 2004 til ársins 2007. AFP/Arnaud Finistre

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Djibril Cissé gæti verið á leið í fangelsi eftir að hann var fundinn sekur um að svíkja undan skatti í heimalandi sínu Frakklandi.

Það er miðlar á borð við Daily Star og The Sun sem greina frá þessu í dag en Cissé, sem er 43, ára gamall, lék með Liverpool frá 2004 til ársins 2007 og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu.

Cissé skuldar frönskum yfirvöldum rúmlega 551.000 þúsund evrur í skatt en það samsvarar um 84 milljónum íslenskra króna.

Dómstólar í Frakklandi hafa farið fram á það að honum verði gert að greiða 100.000 evrur í sekt, sem og að sitja í fangelsi í eitt ár.

Dómur í máli Cissé verður kveðinn upp hinn 13. nóvember en hann lék 41 A-landsleik fyrir Frakka og lagði skóna á hilluna árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert