Hannah Blundell, varnarmaður kvennaliðs Manchester United í knattspyrnu, hefur tilkynnt að hún sé ólétt að sínu fyrsta barni.
„Ég er með góðar og slæmar fréttir. Slæmu fréttirnar eru þær að ég verð ekkert með á tímabilinu. Góðu fréttirnar eru þær að ég er barnshafandi.
Ég er mjög hamingjusöm, fjölskylda mín er mjög ánægð. Þetta eru frábærar fréttir fyrir mig og fjölskyldu mína og nokkuð sem mig langaði að deila með stelpunum, félaginu og stuðningsmönnunum,“ sagði Blundell í samtali við heimasíðu félagsins.
Blundell er bakvörður sem hefur verið lykilmaður hjá Man. United síðan hún kom frá Chelsea fyrir þremur árum.