Réttarhöld City hefjast eftir helgi

City gæti átt yfir höfði sér fjárhagssekt og/eða stigafrádrátt.
City gæti átt yfir höfði sér fjárhagssekt og/eða stigafrádrátt. AFP/Darren Staples

Réttarhöld enska knattspyrnufélagsins Manchester City vegna kæru ensku úrvalsdeildarinnar um meint fjármálabrot hefst á mánudaginn.

City er sakað um að hafa brotið reglur deildarinnar um útgjöld auk þess sem félagið veitti ekki nákvæmar upplýsingar um rekstur þess á níu ára tímabili.

Manchester-félagið er einnig sakað um að hafa greitt nokkrum knattspyrnustjórum og öðrum starfsmönnum mun hærri laun en félagið gaf upp á reikningum sínum, sem og að forráðamenn félagsins hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn málsins.

Félagið var kært í 115 liðum og áttu meint brot sér stað frá 2009 til 2018. City varð Englandsmeistari í þrígang á þeim árum.

Sky greinir frá að niðurstöðu sé ekki að vænta á málinu fyrr en í fyrsta skipti næsta vor. Réttarhöldin gætu staðið yfir í allt að tvo mánuði.

Verði City fundið sekt á félagið yfir höfði sér fjárhagssekt og/eða stigafrádrátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka