Segir Ástralann vera verstu kaup United

Scholes saknar er ekki mikill aðdáandi Mark Bosnich.
Scholes saknar er ekki mikill aðdáandi Mark Bosnich. AFP

Paul Scholes, goðsögn hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United, ræddi um verstu kaup félagsins frá upphafi í The Overlap-þættinum á Sky.

Scholes var allan ferilinn hjá United og varð ellefu sinnum enskur meistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með liðinu. 

„Mér dettur í hug Juan Sebastian Veron. Hann var virkilega góður en það gekk ekki upp hjá honum hjá United,“ sagði Scholes og hélt áfram:

„Svo eru markverðir eins og Massimo Taibi og Mark Bosnich. Bosnich var góður hjá Villa en það er ótrúlegt hvað hann var slakur hjá okkur. Við skutum þrisvar á hann á æfingum og hann var sprunginn og svo kunni hann heldur ekki að sparka í boltann.

Mér dettur líka Alexis Sánchez í hug því hann var á himinháum launum. En allra verstu kaupin eru Bosnich,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert