Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister verður með Liverpool gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield á morgun.
Þetta staðfesti Arne Slot stjóri liðsins á blaðamannafundi í dag en Mac Allister meiddist í leik Argentínu gegn Síle fyrir rúmri viku.
Liverpool hefur farið vel af stað á tímabilinu en Mac Allister er algjör lykilmaður hjá liðinu.
Liverpool og Nottingham Forest eigast við klukkan 14 á morgun og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.