Nicolas Jackson, framherji knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur skrifað undir nýjan samning við Chelsea.
Fyrrverandi samningur hans gilti til ársins 2031 en hann hefur framlengt þann samning um tvö ár og er nú með samning hjá félaginu næstu níu árin eða til 2033.
Jackson gekk í raðir Chelsea frá Villareal í fyrrasumar. Hann skoraði 17 mörk í 44 leikjum með liðinu á síðustu leiktíð en hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum í ensku deildinni á þessari leiktíð.
Jackson er með níu ára samning líkt og Cole Palmer stjarna liðsins sem endursamdi einnig í síðasta mánuði.