Þjóðverjinn Fabian Hürzeler, knattspyrnustjóri karlaliðs Brighton, er stjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Hürzeler tók við Brighton fyrir tímabilið en hann kom St. Pauli upp í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð.
Hürzeler, sem er aðeins 31 árs gamall, er yngsti þjálfari sögunnar til að stýra liði í fullu starfi í ensku úrvalsdeildinni.
Brighton er með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en liðið vann Everton og Manchester United ásamt því að gera jafntefli við Arsenal á útivelli.