Verða með gegn Arsenal

Ange Postecoglou faðmar Micky van de Ven.
Ange Postecoglou faðmar Micky van de Ven. AFP/Henry Nicholls

Dominic Solanke og Micky van de Ven verða með Tottenham gegn Arsenal í stórleik 4. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 

Leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham á sunnudaginn en leikmennirnir tveir hafa verið að glíma við meiðsli. 

Ange Postecoglou stjóri Tottenham staðfesti fregnirnar á blaðamannafundi í dag. 

Solanke, sem er framherji, var keyptur til Tottenham frá Bournemouth á 65 milljónir punda í sumar en van de Ven er lykilmaður hjá liðinu sem kom í fyrra frá Wolfsburg. 

Dominic Solanke.
Dominic Solanke. AFP/Darren Staples
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert