„Hann gerði stór mistök“

Rodrigo Bentancur miðjumaður Tottenham og úrugvæska landsliðsins.
Rodrigo Bentancur miðjumaður Tottenham og úrugvæska landsliðsins. AFP/Robyn Beck

Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri enska félagsins Tottenham, hefur tjáð sig um mál úrúgvæska miðjumannsins Rodrigo Bentancur en hann hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir rasísk ummæli um asíubúa.

Bentancur sagði fyrir framan myndavélar að allir asíubúar væru eins í útliti og skapaði hann mikinn usla með þeim ummælum sínum.

Fyrirliði Tottenham, Son Heung Min, er frá Suður-Kóreu og var hann ekki ánægður með liðsfélaga sinn eftir að hann lét ummælin falla. Þeir tveir hafa þó rætt málin og hafa náð sáttum sín á milli.

Enska knattspyrnusambandið kærði hinsvegar Bentancur og má hann búast við því að vera dæmdur í allt að tólf leikja bann.

Postecoglou sagði á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Arsenal að Son og Bentancur séu búnir að ræða málin og hafi skilið sáttir.

Þá sagði hann einnig:

„Við skiljum það að jafnvel þó að Rodrigo sé frábær náungi og góður liðsmaður þá gerði hann stór mistök og verður að taka við þeirri refsingu sem hann fær.“

„Við þurfum einnig að gefa honum tækifæri á að læra af þessu og bæta fyrir mistökin og vonandi geta aðrir lært af því einnig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert