Mikil dramatík í Lundúnum (myndskeið)

Crystal Palace og Leicester gerðu jafntefli, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli fyrrnefnda liðsins í dag.

Leicester byrjaði betur og Jamie Vardy og Stephy Mavididi komu gestunum í 2:0.

Jean-Philippe Mateta minnkaði muninn á 47. mínútu og jafnaði í uppbótartíma með marki úr víti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka