Óvænt tap Liverpool (myndskeið)

Callum Hudson-Odoi var hetja Nottingham Forest er liðið vann óvæntan útisigur á Liverpool, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í kvöld.

Hudson-Odoi skoraði markið með hnitmiðuðu skoti í stöngina og inn á 72. mínútu. Tapið var það fyrsta hjá Liverpool eftir að Arne Slot tók við því fyrir tímabilið.

Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert