United kláraði Southampton í fyrri hálfleik

Matthijs de Ligt fagnar marki sínu í dag.
Matthijs de Ligt fagnar marki sínu í dag. AFP/Glyn Kirk

Manchester United hafði betur gegn Southampton, 3:0, í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Southampton í dag. 

Úrslitin þýða að Manchester United situr í áttunda sæti deildarinnar með sex stig en Southampton er í næst neðsta sæti með engin stig. 

Viðureignin byrjaði rólega. Manchester United var meira með boltann en Southampton var hættulegri. 

Eftir hálftímaleik var Diogo Dalot of seinn í tæklingu á Tyler Dibling, leikmanni Southampton, í teignum og benti Stuart Attwell, dómari leiksins, á punktinn.  

Cameron Archer steig á punktinn fyrir Southampton en Andre Onana varði frá honum. 

Á 35. mínútu komst Manchester United yfir með marki frá Matthijs de Ligt. Það kom eftir frábæra fyrirgjöf frá Bruno Fernandes á de Ligt sem skallaði boltann í fjærhornið. 

Aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Marcus Rashord forystu Manchester United. Rashford fékk boltann rétt utan teigs og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. 

Staðan 2:0 fyrir Manchester United í hálfleik.  

Manchester United var töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik og Southampton-menn ekki líklegir til að minnka muninn. 

Á 79. mínútu varð Southampton manni færri þegar Jack Stephens fékk beint rautt spjald eftir tæklingu á Alejandro Garnacho. 

Garnacho gerði út um leikinn á sjöttu mínútu uppbótartíma með góðu marki. Dalot lagði boltann út á Garnacho sem skoraði af miklu öryggi.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Fylkir 0:0 Keflavík opna
1. mín. Leikur hafinn Þetta er farið af stað.
Keflavík 0:0 Fjölnir opna
1. mín. Leikur hafinn Keflvíkingar hefja leikinn og spila í átt að íþróttahúsinu.
Liverpool 0:0 Nottingham F. opna
1. mín. Leikur hafinn
Stjarnan 0:1 Tindastóll opna
1. mín. Leikur hafinn Stjarnan byrjar með boltann.
Leiknir R. 0:0 ÍBV opna
1. mín. Leikur hafinn Hvítklæddir Eyjamenn byrja með boltann.

Leiklýsing

Southampton 0:3 Man. United opna loka
90. mín. Sex mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert