Þrjú mörk, víti og rautt (myndskeið)

Leikur Southampton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag var viðburðaríkur en United-liðið fór með 3:0-sigur af hólmi á útivelli.

Southampton fékk gott færi til að skora fyrsta markið en André Onana í marki Manchester United varði víti frá Cameron Archer á 33. mínútu.

United nýtti sér það og þeir Matthijs de Ligt, Marcus Rashford og Alejandro Garnacho skoruðu allir. Jack Stephens fékk rautt spjald fyrir brot á þeim síðastnefnda.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka