Sló met í gulum spjöldum

Anthony Taylor gaf 14 gul spjöld í gær.
Anthony Taylor gaf 14 gul spjöld í gær. AFP/Adrian Dennis

Dómarinn Anthony Taylor setti nýtt met í gulum spjöldum í leik Chelsea og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea sigraði 1:0 eftir mark frá Christopher Nkunku. 

Gula spjaldið fór 14 sinnum á loft í gær sem er nýtt met. Gamla metið var 13 gul spjöld en Peter Bankes og Mike Reed áttu það samanSá fyrrnefndi frá síðasta ári og sá síðarnefndi frá árinu 1998.  

Af 14 gulu spjöldunum fóru sex þeirra á leikmenn Bournemouth. Fjögur fyrir brot en tvö fyrir mótmæli eða töf.  

Átta leikmenn Chelsea fengu gula spjaldið, fimm af þeim fyrir brot en þrjú fyrir mótmæli eða töf.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert