Harvey Barnes skoraði stórglæsilegt sigurmark fyrir Newcastle er liðið vann endurkomusigur á Wolves, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Barnes skoraði markið með glæsilegu langskoti upp í samskeytin á 80. mínútu. Fabian Schär jafnaði fyrir Newcastle eftir að Mario Lemina hafði komið Wolves yfir.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.