Eftir sigurinn á Wolves í gær, 2:1 á útivelli, er byrjunin á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sú besta hjá Newcastle í 29 ár, eða frá árinu 1995.
Newcastle hefur fengið 10 stig úr fyrstu fjórum leikjunum og er í þriðja sæti, á eftir Manchester City sem er með 12 stig og Arsenal sem er með 10 stig.
„Þetta er frábær grunnur fyrir framhaldið. Öll lið þurfa á sjálfstrausti að halda og vonandi fer það vaxandi með fleiri sigurleikjum. Ég efast ekkert um gæðin í leikmannahópnum okkar,“ sagði Eddie Howe við BBC eftir leikinn.