Gulldrengur Aston Villa látinn

Gary Shaw með Evrópubikarinn eftir að Aston Villa vann Meistaradeild …
Gary Shaw með Evrópubikarinn eftir að Aston Villa vann Meistaradeild Evrópu árið 1982. Ljósmynd/avfc.co.uk

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gary Shaw er látinn, 63 ára að aldri. Shaw lék lengst af með Aston Villa, frá 1978-1988, og var lykilmaður á gullaldarárum uppeldisfélagsins.

Hann slasaðist alvarlega á höfði við fall fyrir viku síðan og lést í dag af sárum sínum.

Shaw varð Englandsmeistari með Villa árið 1981 og Evrópumeistari ári síðar.

Í tilkynningu frá Villa er honum lýst sem gulldreng gullaldarára karlaliðsins. Shaw lék sem framherji og var þekktur fyrir hraða sinn og kraft.

Skoraði hann 59 mörk í 165 deildarleikjum fyrir Villa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert