Ólíklegt að Liverpool leggi fram tilboð

Loic Badé fagnar með Frökkum á Ólympíuleikunum.
Loic Badé fagnar með Frökkum á Ólympíuleikunum. AFP/Nicolas Tucat

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool munu að öllum líkindum ekki leggja fram tilboð í franska varnarmanninn Loic Badé.

Það er spænski blaðamaðurinn Matteo Moretto sem greinir frá þessu en hann starfar hjá spænska miðlinum Relovo.

Badé, sem er 24 ára gamall, hefur verið orðaður við enska félagið undanfarnar vikur en forráðamenn félagsins eru sagðir sjá hann sem fullkominn arftaka fyrir Virgil van Dijk.

Badé er uppalinn hjá Le Havre í Frakklandi en gekk til liðs við Sevilla sumarið 2023 og hefur slegið í gegn á Spáni.

Varnarmaðurinn var í lykilhlutverki hjá Frökkum sem töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París eftir framlengingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert