Enska félagið Stoke City sagði í morgun knattspyrnustjóranum Steven Schumacher upp störfum eftir þriðja ósigur liðsins á nýju tímabili á laugardaginn.
Stoke tapaði þá fyrir nýliðum Oxford United á útivelli, 1:0, og er með sex stig í þrettánda sæti ensku B-deildarinnar eftir fimm umferðir.
Schumacher var aðeins níu mánuði í starfi en hann yfirgaf Plymouth Argyle í desember 2023 til að taka við Stoke.
Lið Stoke hélt naumlega sæti sínu í B-deildinni á síðasta tímabili en það endaði þá í 17. sæti af 24 liðum, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Stoke City sack Steven Schumacher five games into Championship season https://t.co/XCbghr7Sw2
— Guardian sport (@guardian_sport) September 16, 2024