Fær frí eftir níð og gagnrýni

Wesley Fofana ræðir við Anthony Taylor í leiknum sögulega.
Wesley Fofana ræðir við Anthony Taylor í leiknum sögulega. AFP/Justin Tallis

Enski knattspyrnudómarinn Anthony Taylor skráði sig í sögubækurnar er hann gaf 14 gul spjöld í leik Bournemouth og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðastliðinn laugardag.

Aldrei hafa jafn mörg gul spjöld farið á loft í einum leik síðan enska úrvalsdeildin fór af stað í núverandi mynd árið 1991.

Taylor dæmir ekki í deildinni um næstu helgi en verður þess í stað fjórði dómari á tveimur leikjum.

Hann verður á hliðarlínunni er Southampton og Ipswich mætast á laugardag og sömuleiðis er Brighton og Nottingham Forest spila á sunnudag.  

Ein ástæða þess að Taylor fær frí frá því að vera aðaldómari er mikil gagnrýni og níð sem hann hlaut á samfélagsmiðlum eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert