Hætti við að bíta samherja Íslendinganna

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með Birmingham.
Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með Birmingham. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Paul Mullin leikmaður Wrexham í ensku C-deildinni var næstum búinn að koma sér í mikið klandur er liðið mætti Íslendingaliði Birmingham í gærkvöldi.

Mullin byrjaði á bekknum í gær og virtist ósáttur. Hann kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og eftir einvígi við Alex Cochrane virtist hann ætla að bíta varnarmanninn.

Hann hætti við á síðustu stundu og var ekki refsað fyrir atvikið, sem má sjá hér fyrir neðan.

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með Birmingham og Alfons Sampsted kom inn á sem varamaður á 64. mínútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert