Margrét Lára: Algjörlega skammarlegt

Margrét Lára Viðarsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum Sport þar sem rætt er um ensku úrvalsdeildina í fótbolta.

Á meðal umræðuefna þáttarins var leikur Southampton og Manchester United, sem United vann 3:0 á útivelli.

Margrét Lára var ekki hrifin af varnarleik Jack Stephens í marki sem Matthijs de Ligt skoraði en Stephens steinsofnaði og spilaði sóknarmenn United réttstæða.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka