Segir deildabikarinn mikilvægan

Erik ten Hag er jákvæður.
Erik ten Hag er jákvæður. AFP/Glyn Kirk

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist taka ensku deildabikarkeppnina alvarlega. Hollendingurinn vill vinna bikara fyrir Manchester United.

„FA bikarinn og deildabikarinn eru mikilvæg mót. Ég sé hversu mikla athygli liðin, eigendurnir og knattspyrnustjórarnir þegar þú vinnur bikarinn líkt og Liverpool gerði á síðasta ári í deildabikarnum“, sagði ten Hag fyrir leik Manchester United og Barnsley þriðju umferð keppninnar í kvöld.

„Ég sá úrslitaleikinn. Ég sá öll liðin berjast um að komast í úrslitaleikinn og við erum alveg eins. Það er mikilvægt að vinna bikara í fótbolta og við keppum um fimm slíka á tímabilinu. Við viljum vinna alla leiki og alla bikara ef hægt er“, bætti ten Hag við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert