United skoraði sjö – Íslendingaliðin áfram

United raðaði inn mörkunum í Manchester í kvöld.
United raðaði inn mörkunum í Manchester í kvöld. AFP/Paul Ellis

Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Barnsley úr C-deildinni í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur 7:0.

Marcus Rashford, Alejandro Garnacho og Christian Eriksen skoruðu tvö mörk hver fyrir United og Antony komst einnig á blað. Voru hálfleikstölur 3:0.

Preston úr B-deildinni er komið áfram eftir sigur á Fulham úr úrvalsdeildinni á heimavelli. Ryan Ledson kom Preston yfir á 35. mínútu en Reiss Nelson jafnaði á 61. mínútu og réðust úrslitin því í vítakeppni.

Illa gekk að skilja liðin að í vítakeppninni því Preston vann að lokum 16:15 eftir að hvort lið hafði tekið 17 spyrnur. Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 68 mínúturnar með Preston.

Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Brentford er liðið sló Leyton Orient úr C-deildinni úr leik. Vann Brentford 3:1 heimasigur.

Leyton Orient komst óvænt yfir á 11. mínútu er Brandon Cooper skoraði. Brentford svaraði með mörkum frá Fabio Carvalho, Mikkel Damsgaard og Christian Norgaard. Carvalho lagði upp bæði mörkin sem hann skoraði ekki.

Southampton er komið áfram eftir sigur á Everton í úrvalsdeildarslag í Liverpool. Abdoulaye Doucoure kom Everton yfir á 20. mínútu en Taylor Harwood-Bellis jafnaði á 32. mínútu. Ekkert meira var skorað og réðust úrslitin því í vítakeppni. Þar vann Southampton 6:5.

Önnur úrslit:
Stoke 1:1 Fleetwood (2:1 í vítakeppni)
Blackpool 0:1 Sheffield Wednesday
QPR 1:2 Crystal Palace 1:2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert