Segist munu slá leikmennina

Darrell Clarke á hliðarlínunni í gær.
Darrell Clarke á hliðarlínunni í gær. AFP/Paul Ellis

Darrell Clarke, þjálfari Barnsley, var sár og svekktur eftir niðurlægjandi 7:0-tap sinna manna gegn Manchester United í enska deildabikarnum í gær. 

„Ef ég heyri einhvern af mínum leikmönnum segja að úrvalsdeildarleikmenn séu slakir mun ég slá viðkomandi. Við vorum langt frá því nógu góðir gegn liði sem gjörsamlega rústar liðum sem eru ekki klár í slaginn“, sagði Clarke eftir leik.

„Ég lét þá heyra það. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna. Mögulega var augnablikið of stórt fyrir suma af þeim“, bætti Clarke við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert