Tottenham slapp með skrekkinn

Brennan Johnson skoraði sigurmark Tottenham.
Brennan Johnson skoraði sigurmark Tottenham. AFP/Henry Nicholls

Tottenham er komið í 16-liða úrslit enska deildabikarsins í fótbolta eftir nauman sigur á Coventry úr B-deildinni á útivelli í kvöld, 2:1.

Ganamaðurinn Brandon Thomas-Asante kom Coventry í óvænta en verðskuldaða forystu á 63. mínútu og stefndi í óvæntan sigur heimamanna.

Varamaðurinn Djed Spence jafnaði fyrir Tottenham á 88. mínútu og Brennan Johnson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Brighton hafði betur gegn Wolves, 3:2, á heimavelli í úrvalsdeildarslag. Carlos Baleba og Simon Adingra komu Brighton í 2:0 áður en Goncalo Guedes minnkaði muninn fyrir hlé og voru hálfleikstölur 2:1.

Þannig var staðan allt þar til á 85. mínútu er Ferdi Kadioglu gerði þriðja mark Brighton, þremur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Thomas Doyle minnkaði muninn í uppbótartíma og þar við sat.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert