Vilja byggja Wembley norðursins

Old Trafford verður hugsanlega rifinn til grunna.
Old Trafford verður hugsanlega rifinn til grunna. AFP/Michael Steele

Sir Jim Ratcliffe vill byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang fyrir Manchester United fái félagið leyfi til þess frá borgaryfirvöldum í Salford. Old Trafford yrði þá rifinn til grunna.

Ratcliff er minnihlutaeigandi í félaginu en starfar sem framkvæmdastjóri félagsins. Áætlanir voru uppi um að minnka Old Trafford og viðhalda honum fyrir kvennaliðið og akademíu félagsins. Þá yrði leikvangurinn sögufrægi með sæti fyrir þrjátíu þúsund manns og nýr völlur yrði byggður við hlið hans.

Þær áætlanir ganga sennilega ekki upp þar sem völlurinn yrði of stór fyrir yngri flokka leiki og flesta kvennaleiki. Old Trafford-leikvangurinn er í slæmu ástandi og ljóst er að Manchester United verður að gera eitthvað í málunum.

Nýi völlurinn myndi kosta tvo milljarða punda en Ratcliffe er sagður kalla völlinn „Wembley norðursins“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert