Fengi tæpa tvo milljarða í árslaun

Anthony Gordon er kominn í enska landsliðið.
Anthony Gordon er kominn í enska landsliðið. AFP/Paul Faith

Enska knattspyrnufélagið Newcastle undirbýr nú nýtt samningstilboð handa kantmanninum Anthony Gordon.

Gordon, sem er 23 ára, hefur leikið vel með Newcastle síðan hann kom til félagsins frá Everton fyrir tæpum tveimur árum og unnið sér inn sæti í enska landsliðinu.

Leikmaðurinn var nálægt því að yfirgefa Newcastle í sumar, þar sem félagið átti í hættu á að brjóta fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann var hins vegar áfram hjá Newcastle, sem er reiðubúið að gera hann að launahæsta leikmanni félagsins. Samþykki Gordon samningstilboðið mun hann þéna um níu milljónir punda í árslaun, eða 1,7 milljarð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert