Fyrsta tap Newcastle (myndskeið)

Fulham vann góðan 3:1-sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsta tap Newcastle á tímabilinu.

Raul Jiménez, Emile Smith Rowe og Reiss Nelson skoruðu mörk Fulham en Harvey Barnes skoraði mark Newcastle. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka