Tottenham hafði betur gegn Brentford, 3:1, í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Bryan Mbuemo kom Brentford yfir á 1. mínútu leiksins. Dominic Solanke, Brennan Johnson og James Maddison skoruðu mörk Tottenham.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.