Báðir þjálfarar og einn leikmaður sáu rautt

Ramon Sosa og Morgan Gibbs-White að fagna jöfnunarmarkinu.
Ramon Sosa og Morgan Gibbs-White að fagna jöfnunarmarkinu. AFP/Justin Tallis

Brighton og Nottingham Forest skildu jöfn, 2:2, í skemmtilegum leik í Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Brighton er í sjöunda sæti með níu stig, jafn mörg stig og Nottinham Forest sem er áttunda.

Chris Woods kom Forest yfir eftir aðeins 13 mínútur eftir vítaspyrnu en Jack Hinshelwood jafnaði metin með glæsilegu skallamarki á 42. mínútu.

Danny Wellbeck kom svo Forest yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 45. mínútu og staðan 2:1 í hálfleik.

Ramos Sosa jafnaði metin á 70. mínútu en allt sauð upp úr á 83. mínútu þegar Morgan Gibbs-White fékk annað gult spjald og þar með rautt. Gibbs-White fór í tæklingu sem dómari leiksins,  Rob Jones, virtist fyrst ekki ætla að spjalda hann fyrir en breytti um skoðun.

Knattspyrnustjórar beggja liða voru brjálaðir á hliðarlínunni og fengu báðir rautt spjald eftir atvikið.

Bæði lið hafa ekki tapað leik á tímabilinu hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert