Ian Wright, fyrrverandi knattspyrnumaður og sparkspekingur, var ekki sáttur við framferði Erlings Haalands eftir að Manchester City jafnaði metin í 2:2 í uppbótartíma gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Haaland greip boltann úr markinu eftir að John Stones hafði jafnað metin og kastaði honum í höfuðið á Gabriel, miðverði Arsenal.
this angle is killing me. Haaland man😂😂
— foland (fan) (@propsMCFC) September 23, 2024
pic.twitter.com/y91IHvX8Au
„Það eina sem pirraði mig í þessum leik var heigulshátturinn hjá Haaland. Að fleygja boltanum í höfuðið á Gabi þegar hann sér ekki til, þegar Gabi snýr baki í hann.
Við vitum að Gabi myndi horfast í augu við hann. Þetta angraði mig meira en nokkuð annað í þessum leik. Ég hélt að þú værir meiri maður en þetta,“ sagði Wright í myndskeiði sem hann birti á Instagram-aðgangi sínum í dag.