Svartfellski knattspyrnumaðurinn Milutin Osmajic, leikmaður Preston, gæti átt yfir höfði sér langt bann en hann hefur verið sakaður um að bíta Owen Beck hjá Blackburn.
Liðin mættust í grannaslag í ensku B-deildinni í gær. Beck fékk sjálfur að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Duane Holmes og í kjölfarið virtist Osmajic bíta hann.
Luis Suárez, þáverandi leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni árið 2013.
Stefán Teitur Þórðarson var allan tímann á bekknum hjá Preston. Arnór Sigurðsson er frá keppni hjá Blackburn vegna meiðsla.